Thursday, January 8, 2015

Streptókokkasýking & Pollýönnu leikur

Nú styttist óðum í Evrópumeistaramótið í BJJ sem haldið er á vegum IBJJF samtakanna. Mótið verður haldið í Lisbon, Portúgal, dagana 21-25.janúar og ég er ekki frá því að spenningurinn sé að hellast yfir mig. 

Við Jóhann vorum þó svo óheppin að ná okkur í einhverja ands****** flensu svona rétt fyrir mót. Ég fór og lét kíkja á mig í gær og það kom í ljós að ég er með streptókokkasýkingu í hálsi - þann leiða fjanda. 


Streptókokkasýking 10 dögum fyrir mót er kannski ekki það sem ég hefði kosið mér. En 'it is what is it', og ég verð bara að tækla það. Ég ákvað að taka Pollýönnu á þetta og líta á björtu hliðarnar. Ég sé tvo góða punkta við þetta ástand. Í fyrsta lagi gefst líkamanum nú tími til að hvíla vöðva og liðamót þar sem ég get ekki mætt á æfingar. Líkaminn tekur þessari hvíld eflaust fagnandi þar sem það er auðvelt að detta í þá gryfju að æfa of stíft stuttu fyrir mót. 
Í öðru lagi hafði ég verið að spá í hvort ég gæti 'cuttað' eða skorið niður fyrir mótið og keppt í næsta þyngdarflokk fyrir neðan. Ég var svoldið skeptíst á að ná því og er almennt ekki mjög hrifin af niðurskurði. Hinsvegar hefur slappleikinn gert það að verkum að matarlystin hefur verið lítil og eins er vont að kyngja svo ég hef mest drukkið eða borðað fljótandi fæðu. Upplagt fyrir þyngdartap! Hver veit nema ég skrái mig í þyngdarflokkinn fyrir neðan þökk sé Herra Streptó.

 Já Pollý-Brynja er að reyna af fullum krafti að sjá bara það jákvæða. Hitt er svo niðurdrepandi og leiðinlegt.


Næstu daga ætla ég að bryðja sýklalyf, drekka te, sjúga strepsils, hafa klút um hálsinn, vera í hlýjum sokkum, drekka engiferskot, almennt fara vel með mig og sigra þennan fjanda.
10 dagar í mót og ég verð klár í slaginn. Lisabon hér kem ég! 


http://ibjjf.org/championship/european-open-jiu-jitsu-championship/

Ó sú fegurð.

Friday, January 2, 2015

Draumaplagg 2015


Ég rakst á mjög skemmtilega hugmynd á bloggsíðu stelpu sem vinnur með mér eða hugmynd að svokölluð draumaplaggi (e.visionboard). (sjá blogg hér).
Mér finnst þetta mjög sniðug leið til að hafa markmiðin mín og gildi myndræn, og þannig vonandi muna frekar eftir því sem skiptir mig máli. Því ég, eins og eflaust fleiri, á það til að gleyma því í asa hversdagsins.  

Markmið mín á árinu felast m.a í því að...
Leggja fyrir  
Huga enn betur að líkama og sál
Fara út, njóta náttúrunnar og sjá nýja hluti
Leggja rækt við núvitund (e.mindfulness)
Og almennt vera hamingjusöm :)

Áfram 2015
Ég er til í slaginn!