Friday, December 19, 2014

Blátt lítið ljóð




Eftir æfingu kvöldsins ég brosi breitt, 
þakklát, þreytt og ekki síst sveitt. 
Í upphafi sagt: "uppskerð eins og þú sáir,
hver veit nema einn dag nýtt belti fáir".

Eftir stífar æfingar, hengingar og tök, 
get ég nú glímt og verið slök.
Á mottunum finn fyrir styrk, gleði og spennu, 
fátt jafnast á við þessa yndislegu þrennu. 

Í kvöld mér að óvöru á gólfið var sett, 
-glímuandstæðingarnir komu þétt. 
Um mig miðja sensei Ingþór svo batt, 
BLÁTT  fallegt belti, vel og hratt.  








Monday, December 1, 2014

Íslandsmeistarmót BJJ 2014

Síðastliðna helgi, 23.nóvember, tók ég þátt á mínu fyrsta Íslandsmeistarmóti í brasilísku jiu jitsu og skemmti mér konunglega! Fenrir sendi 11 iðkendur á mótið og stemningin í hópnum var mjög góð. 

Hér eru nokkrar myndir frá mótsdeginum

 Jói hampaði silfri í -94,3kg flokki kk

Gleði eftir sigur í opnum flokki kvk
Ljósmyndari: Örn Arnar Jónsson 


 Ánægðir liðsfélagar eftir góða glímu

Herramaðurinn á myndunum er án ef einn besti stuðningsmaður sem hægt er að hugsa sér


MMA fréttir birtu hér stutt viðtal við mig eftir mót. 

Næst á dagskrá er Evrópumeistaramótið í Lisbon, Portúgal, 21.janúar. Spennandi!
Eins og undanfarið mun mantran mín einkennast af þessum lykilorðum:
Engin pressa & gleðin í fyrirrúmi :)