Eftir æfingu kvöldsins ég brosi breitt,
þakklát, þreytt og ekki síst sveitt.
Í upphafi sagt: "uppskerð eins og þú sáir,
hver veit nema einn dag nýtt belti fáir".
Eftir stífar æfingar, hengingar og tök,
get ég nú glímt og verið slök.
Á mottunum finn fyrir styrk, gleði og spennu,
fátt jafnast á við þessa yndislegu þrennu.
Í kvöld mér að óvöru á gólfið var sett,
-glímuandstæðingarnir komu þétt.
Um mig miðja sensei Ingþór svo batt,
BLÁTT fallegt belti, vel og hratt.
No comments:
Post a Comment