Að æfa brazilian jiu jitsu er fáránlega gaman! Snertingin er
mikil, sportið er hart en á sama tíma svo mjúkt og flæðandi. Þú kynnist
æfingarfélögunum vel – og stundum jafnvel betur en þú hefðir kosið þér. Að æfa BJJ veldur því að þú verður mjööög náin fólkinu sem
þú æfir með.
Hver hefur ekki lent í þessum æfingafélögum; gaurnum sem á
það til að prumpa þegar einhver nær honum í side control, gæjinn sem var
nýbúinn að fá sér hvítlauksbrauð, með dass af hvítlauksolíu, fyrir æfingu.
Æfingafélaginn sem er búin að vera með bilaða þvottavél í 3 vikur,
æfingafélaginn með síðu táneglurnar, klepraða hárið og svo lengi mætti telja.
Ég hef gerst sek um nokkra af ofantöldum hlutum. Þá
sérstaklega óvelkomna prumpið. Það læðist mjög oft út. Sérstaklega þegar ég
ligg í side control eða er 'mountuð', svo ef ég væri þið myndi ég helst bara láta það
vera að ná mér í þessar stöður. Ég gæti prumpað á ykkur.
Elskum að æfa og fögnum hinum mannlegu búkhljóðum.
E.s. ef þvottavélin ykkar bilar megið þið alltaf koma og þvo GI-in ykkar hjá okkur Jóa. Og við eigum líka naglaklippur. Tvær meira segja.
E.e.s. Hér eru nokkrar fínar leiðir til að gera hvíta GI-ið sem er orðið hálfgrátt hvítt aftur.
http://www.bjjproblems.net
http://www.bjjproblems.net
'Oss'
No comments:
Post a Comment