Sunday, October 19, 2014

BJJ hárgreiðslur


Fyrir rúmlega 3 mánuðum byrjaði ég að æfa Brazilian Jiu Jitsu af fullum krafti. 
Frá því að ég fór á byrjendanámskeið fyrir að verða 4 árum hef ég aldrei náð að æfa nema í nokkrar vikur og svo dottið í löng löng hlé á milli. En nú er ég 'all in'. Mig er farið að dreyma glímur og í frítíma mínum nördast ég á youtube. Og ég elska það. 


En eins og eflaust flestar stelpur sem æfa BJJ er ég í sífelldum vandræðum með hárið á mér á æfingum. Ég hef prófað ýmsar greiðslur og trix en flest allt virðist detta úr eftir nokkrar glímur (sérstaklega ef maður liggur undir í mount eða side control) og hárið á það til að festast undir hnjám andstæðinganna eða á milli í hengingum. Sem er ekki mjög þægilegt.  

Það eru þó nokkrar greiðslur sem haldast betur en aðrar: 




Klassísk föst flétta með smá twisti. Töff og helst vel. 


Margar litlar fastar fléttur. 
Tímafrekt en upplagt fyrir mót.


Á Grettismóti Mjölnis í september var ég með tvö fasta snúða,
svoldið í anda Leiu, prinsessu úr Starwars.
Þeir héldust fáránlega vel og ég hugsa að
þessi greiðsla verði aftur fyrir valinu á næsta móti.

Föstu flétturnar eru helst til tímafrekar. Oftar en ekki hendi ég hárinu bara í tagl með fléttu eða snúð. Nýlega hef ég svo verið að rokka nýja NikePro hárbandinu mínu á æfingum og hárið hefur lítið verið að trufla mig. Hárbandið er þykkt og með gúmmírönd undir sem gerir það að verkum að hárbandið helst vel á. Mæli með þessu fyrir allar BJJ stelpur...stráka og aðra íþróttagarpa:)



Hér er svo að finna link á facebook þar sem teknar hafa verið saman sniðugar BJJ hárgreiðslur fyrir stelpur: facebook bjj hár.

'Oss'

1 comment: